Liðnir viðburðir

Skipulagsdagurinn 2019

Norðurljósasal Hörpu, 8. nóvember

  • 8.11.2019

Skipulagsdagurinn 2019 – vettvangur umræðu um skipulagsmál. 

Norðurljósasal Hörpu 8. nóvember kl. 9-16

Upptökur fyrirlestra og glærur má nálgast hér fyrir neðan.

Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna helguð umræðu um skipulagsmál sem Skipulagsstofnun stendur fyrir í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er Skipulag um framtíðina, samspil skipulags við aðra áætlanagerð um byggð, samgöngur og nýtingu lands.

Með skipulagi er mótuð umgjörð um daglegt líf okkar til langrar framtíðar. Skipulag er eitt af helstu stjórntækjum stjórnvalda til að vinna að aðgerðum í loftslagsmálum – til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu og bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga. Um leið er mikilvægt að önnur áætlanagerð um byggð, samgöngur og nýtingu lands, eins og gerð húsnæðis- og samgönguáætlana, sé tvinnuð inn í og taki mið af skipulagi bæja og landsvæða.

Á Skipulagsdeginum í ár beinum við sjónum að gerð aðalskipulags sveitarfélaga. Fjallað verður um hvernig virkja má aðalskipulag sem best sem stefnumótunar- og stjórntæki um þróun byggðar til framtíðar. Rætt verður um samspil skipulags við gerð húsnæðisáætlana og áætlana í samgöngumálum, meðal annars með tilliti til vinnusóknarsvæða. Einnig um samspil skipulags við áætlanir um ferðaþjónustu og stefnu um framfylgd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt verður sagt frá vinnu við mótun landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu og kynnt innleiðing og ávinningur stafrænnar skipulagsgerðar.

Dagskráin hefst með ávarpi ráðherra skipulagsmála, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, en í kjölfar þess slær rithöfundurinn Andri Snær Magnason tóninn fyrir daginn með hugvekju um veruleika og viðfangsefni skipulagsgerðar á tímum loftslagsbreytinga. Síðan taka til máls forstjóri Skipulagsstofnunar, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar sveitarstjórna víða um land auk annarra sem hafa fram að færa forvitnilega sýn og þekkingu um skipulagsmál í ólíku samhengi. Í lok dagskrár verða panelumræður með spurningum úr sal. Fundarstjóri er Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður.

Skráning fer fram hér. 

Dagskrá á pdf.

Þátttökugjald er 6.000 kr og er innifalið hádegisverður og kaffiveitingar. Námsmenn greiða hálft gjald. Húsið opnar kl. 8.15 og eru gestir hvattir til að mæta tímanlega og nýta sér vistvæna ferðamáta. Bent er á að strætisvagnaleiðir 1, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 stoppa hjá Hörpu. Þá eru hjólastæði norðanmegin við Hörpu og í bílakjallara. 

Streymt verður af Skipulagsdeginum á vef Skipulagsstofnunar.

Skipulagsdagurinn er í ár haldinn á alþjóðlega skipulagsdeginum, World Town Planning Day. 

Wordplanningday

Dagskrá:

 8.15 Húsið opnar, skráning 
 9.00 Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar Upptaka
 9.10 Um endurhönnun alls Upptaka
Andri Snær Magnason, rithöfundur
 9.40 Af vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga Glærur  Upptaka
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga 
 9.55 Skipulagsgerð á vendipunkti  Glærur  Upptaka
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar 
 
10.15

Landsskipulagsstefna um loftslag, landslag og lýðheilsu
  Loftslag, landslag, lýðheilsa – meira en fögur fyrirheit Glærur  Upptaka
Hrafnhildur Bragadóttir, sviðsstjóri á Skipulagsstofnun
 
10.35

Kaffihlé
 
10.50

Skipulag í samspili við áætlanagerð um húsnæðis- og samgöngumál
  Reynslusögur af mótun og innleiðingu húsnæðisáætlana Glærur  Upptaka
Sverrir Bollason, skipulagsverkfræðingur hjá VSÓ rágjöf
  Reynsla og áhrif húsnæðisáætlunar Norðurþings á skipulag Glærur  Upptaka
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings
 Samgöngu- og þróunarásar á höfuðborgarsvæðinu – forsenda farsællar byggðaþróunar
Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri á höfuðborgarsvæðinu Glærur  Upptaka
  Almenningssamgöngur milli byggða  Glærur  Upptaka
Árni Freyr Stefánsson, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

12.00

Hádegishlé

12.45

Stafrænt skipulag
  Staða og framtíð stafræns skipulags Glærur  Upptaka
Helena Björk Valtýsdóttir, teymisstjóri landupplýsinga á Skipulagsstofnun
  Stafrænt skipulag – Ný nálgun. Úr teiknikerfum (CAD) í landupplýsingakerfi (GIS)
Gréta Hlín Sveinsdóttir, fagstjóri hjá Eflu Glærur  Upptaka
  Bætt aðgengi að skipulagi  – stafrænt skipulag á Akureyri Glærur  Upptaka
Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar 
 
13.30

Skipulag í samspili við stefnumótun um heimsmarkmið SÞ
  Heimsmarkmiðin sem regnhlíf í skipulagsvinnu Glærur  Upptaka
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps
  Endurskoðun aðalskipulags Kópavogs og samþætting heimsmarkmiðanna Glærur  Upptaka
Bergljót Sigríður Einarsdóttir, verkefnisstjóri aðalskipulags hjá Kópavogsbæ
 
14.10

Skipulag í samspili við áætlanagerð um ferðamál
  Sögur af sjómennsku á þurru landi Glærur  Upptaka
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
  Áhrif ferðaþjónustu á mótun aðalskipulags Grundarfjarðar - forsendur og framtíðaráætlanir um ferðamál Glærur  Upptaka
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar
 
15.00

Skipulag um framtíðina – umræður með spurningum úr sal

 

Þátttakendur:

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar

Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Jóhannes Þórðarson, arkitekt Glámu-Kími

Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar


16.00

Ráðstefnuslit, léttar veitingar