Liðnir viðburðir

Morgunfundur um vindorku og landslag

CenterHotels Plaza, Aðalstræti 4 – 29. október

  • 29.10.2019

BREYTT STAÐSETNING

Vegna fjölda skráninga hefur morgunfundur um vindorku og landslag 29. október nk. verið færður í stærra húsnæði. Ný staðsetning er CenterHotels Plaza, Aðalstræti 4, 101 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn í salnum Eyjafjallajökull á jarðhæð hússins. Minnum á að húsið opnar kl. 8:00 og dagskrá hefst kl. 8:30.


Skipulagsstofnun og verkefnisstjórn rammaáætlunar standa, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir morgunfundi um vindorku og landslag 29. október kl. 8.30-10.30.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Skipulagsstofnunar í Borgartúni 7b og verður honum streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar. Húsið opnar kl. 8:00 og dagskráin hefst kl. 8:30. Óskað er eftir skráningum á fundinn hér.

Vindorka og landslag

Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð á Íslandi og hefur verið kallað eftir því að stjórnvöld gefi út viðmið og leiðbeiningar á landsvísu um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar um vindorku. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að fjalla um skipulag vindorkunýtingar með tilliti til landslags í viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu, ásamt því að setja fram viðmið fyrir ákvarðanir um slíka nýtingu.

Á fundinum verður fjallað um samspil vindorkunýtingar og landslagsverndar frá sjónarhóli skipulagsgerðar. Gerð verður grein fyrir yfirstandandi vinnu við undirbúning landsskipulagsstefnu, þ.á m. í tengslum við vindorkunýtingu og kortlagningu landslags. Höfð er hliðsjón af vinnu á vegum verkefnisstjórnar rammaáætlunar um vindorkunýtingu, en hún hefur á síðustu misserum fjallað um ýmsar hliðar málsins og m.a. staðið fyrir kynningu á reynslu Skotlands af stefnumótun um vindorkuver með tilliti til landslags og víðerna.

Um er að ræða fyrsta fundinn í morgunfundaröð Skipulagsstofnunar um landsskipulagsstefnu, en stofnunin vinnur nú að tillögu til umhverfis- og auðlindaráðherra að viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem lögð verður áhersla á þrjú viðfangsefni: loftslag, landslag og lýðheilsu. Á næstu mánuðum verða kynnt margvísleg verkefni sem unnið er að í tengslum við undirbúning tillögunnar, m.a. um loftslagsaðgerðir í þéttbýli, kolefnisspor landnotkunar, lýðheilsuáherslur í skipulagsgerð, mat á víðernum og kortlagningu og flokkun landslagsgerða.

Dagskrá


8:00 

Húsið opnar - heitt á könnunni

8:30-10:30

Vindorka og landsskipulagsstefna

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar

Vindorka og rammaáætlun

Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Vindorka og landslag – Rýni fyrirmynda um stefnu á landsvísu Glærur

Matthildur Kr. Elmarsdóttir, Alta

Umhverfisáhrif vindorkuvera Glærur

Auður Önnu Magnúsdóttir, Landvernd

Sjónarmið Samorku  Glærur

Sigurjón Kjærnested, Samorka

Landslagsflokkun fyrir Ísland Glærur

Ólafur Árnason, EFLA

Umræður