Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss, vegna stækkunar efnistökusvæðis við Litla-Sandfell
Athugasemdafrestur er til 1. febrúar 2024.
Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036 vegna efnistökusvæðis E4 við Litla-Sandfell. Svæðið er stækkað úr 24,3 ha í 40 ha og heildar efnistaka eykst úr 10.000.000 rúmmetrum í 18.000.000 rúmmetra. Áætluð efnistaka á ári er um 625.000 m3.
Skipulagsgögn eru til sýnis á skrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn og í Skipulagsgátt.
Athugasemdir þurfa að berast á netfangið skipulag@olfus.is eða í Skipulagsgátt eigi síðar en 1. febrúar 2024.