Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfirði vegna Fjarðarheiðarganga
Athugasemdafrestur er til og með 21. apríl 2023
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi fyrrum Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna breyttrar legu Fjarðarheiðarganga, færslu jarðgangamunna og færslu Seyðisfjarðarvegar frá þéttbýlinu að fyrirhuguðum jarðgangamunna. Gert er ráð fyrir að golfvöllur færist til og skilgreint verður efnislosunarsvæði við gangamunnann. Þá er vatnsból og vatnsverndarsvæði fært til.
Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.mulathing.is
Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa Múlaþings að Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is eigi síðar en 21. apríl 2023.