Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar vegna svæðis fyrir þjónustustofnanir við Byggðaveg
Athugasemdafrestur er til 31. ágúst 2020.
Sveitarstjórn Suðurnesjabæjar hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðis 2020-2024 sem felur í sér að 1 ha af opnu svæði til sérstakra nota norðan Byggðavegar er breytt í svæði fyrir þjónustustofnanir þar sem fyrirhugað er að staðsetja nýjan leikskóla. Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir skipulagssvæðið.
Tillögurnar eru til sýnis á bæjarskrifstofunni í Sandgerði og hjá Skipulagsstofnun. Jafnframt má nálgast tillögurnar á vef sveitarfélagsins.
Athugasemdir og ábendingar þurfa að berast skriflega, eigi síðar en 31. ágúst 2020, á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður.