Mál í kynningu


26.9.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra, vegna verslunar- og þjónustusvæðis að Steinum undir Eyjafjöllum

Athugasemdafrestur er til 31. október 2024

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 þar sem skilgreind verða fimm svæði fyrir verslun og þjónustu auk íbúðarbyggðar vegna áforma um umfangsmikla uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu sem tekur til um 107 ha landbúnaðarsvæði L1 sem minnkar sem því nemur.

Skipulagsgögn eru til sýnis í Skipulagsgátt.

Athugasemdir þurfa að berast á í Skipulagsgátt eða til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli, eigi síðar en 31. október 2024.