Mál í kynningu


17.4.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna frístundabyggðar

Athugasemdafrestur er til 29. maí 2020

  • Frístundabyggð í Mosfellsbæ

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 vegna þéttingar frístundabyggðar á þremur svæðum sem liggja að núverandi byggð, annars vegar á svæði norður af Selvatni og hins vegar vestan Dallands. Um er að ræða svæði með landflokkunarreitanúmerin 540-F, 541-F, 543-F.

Tillagan er til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, á vef Mosfellsbæjar mos.is/skipulagsauglysingar og hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir þurfa að berast til skip­ulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á kristinnp@mos.is, eigi síðar en 29. maí 2020.