Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps vegna stækkunar frístundabyggðar í landi Hvamms og Hvammsvíkur
Athugasemdafrestur er til 5. maí 2023
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 vegna stækkunar frístundabyggðar í landi Hvamms og Hvammsvíkur. Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.kjos.is.
Athugasemdir þurfa að berast skipulagsfulltrúa á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is eigi síðar en 5. maí 2023.