Mál í kynningu


24.6.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, vegna frístundabyggðar í Dagverðardal

Athugasemdafrestur er til 30. júlí 2024

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 sem felst í því að íbúðarbyggð Í9 og litlum hluta opins svæðis til sérstakra nota er breytt í frístundabyggð F21, um 8,2 ha.

Skipulagsgögn eru aðgengileg í Skipulagsgátt og á vef sveitarfélagsins.

Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eða á skipulag@isafjordur.is eigi síðar en 30. júlí 2024.