Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hornafjarðar, vegna verslunar og þjónustu í dreifbýlinu auk virkjunar í Birnudal
Athugasemdafrestur er til 20. nóvember 2017
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 vegna breytinga á 11 stöðum í dreifbýlinu og varða eftirfarandi svæði: Hvammur í Lóni, Þorgeirsstaðir í Lóni, Horn í Nesjum, Sauðanes í Nesjum, Hafnarnes – Höfn, Skjólshólar í Nesjum, Birkifell í Nesjum, Nýpugarðar á Mýrum, Flatey á Mýrum, Suðurhús í Suðursveit og Leiti í Suðursveit. Jafnframt er mörkuð stefna um verslun og þjónustu í Skaftalfelli II-IV og um virkjun í Birnudal.
Breytingatillögunar verða til sýnis frá og með 5. október til 20. nóvember á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27, Hornafirði, á vef sveitarfélagsins og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is, eigi síðar en 20. nóvember 2017.