Mál í kynningu


30.7.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar

Athugasemdafrestur er til 1. september 2024

  • M7-og-H6

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, vegna miðsvæðis M7 á Suðurhöfn og hafnarsvæðis H6 á Hamarshöfn.

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 þar sem mörkuð er stefna um 5,3 ha svæði fyrir samfélagsþjónustu S42 á Suðurhöfn vegna áforma um uppbyggingu skóla, allt að 30.000 m2. Miðsvæði M7 minnkar að sama skapi og verður um 1,5 ha að stærð. Einnig er fyrirhugað að stækka hafnarsvæði H6 við Hamarshöfn og færa hafnargarðinn aðeins til norðurs til að skapa meira rými fyrir áformaða smábátahöfn.

Skipulagsgögn eru til sýnis í Skipulagsgátt .


Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eigi síðar en 1. september 2024.