Mál í kynningu


18.6.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar, vegna miðsvæðis Arnarlands

Athugasemdafrestur er til 6. ágúst 2024

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem felst í því að 8,9 ha verslunar- og þjónustusvæði er breytt í miðsvæði. Stefnt er að því að leggja grunn að nýjum þjónustu- og íbúðakjarna með áherslu á heilsutengda starfsemi (heilsuklasa) í góðum tengslum við fjölbreyttar og vistvænar samgöngur. Svæðið er óraskað og alla tíð óbyggt en í langan tíma gert ráð fyrir uppbyggingu í aðalskipulagi.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins og í Skipulagsgátt.

Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eða á netfangið skipulag@gardabaer.is eigi síðar en 6. ágúst 2024.