Mál í kynningu


18.6.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, vegna frístundabyggðar við Eiða, Múlaþingi

Athugasemdafrestur er til 2. ágúst 2024

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótdalshéraðs 2008-2028 vegna nýrrar frístundabyggðar (F90) á svæði þar sem skilgreint er opið svæði til sérstakra nota (O22). Ráðgert er að frístundabyggðin verði 65 ha að stærð og skiptist í 50 frístundalóðir til einkanota. Þá er bætt við 1,6 ha efnistökusvæði (E180) við Fljótsbakka með 30.000 m2 efnistöku.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins og í Skipulagsgátt.

Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eigi síðar en 2. ágúst 2024.