Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, vegna frístundabyggðar á landi Úlfsstaða á Völlum, Múlaþingi
Athugasemdafrestur er til 25. janúar 2024
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem felst í meginatriðum í því að marka stefnu um 4,5 ha frístundabyggð (F43) fyrir 11 frístundahús eða fleiri á landi Úlfsstaða á Völlum og minnkar landbúnaðarland sem því nemur.
Skipulagsgögn eru til sýnis í Skipulagsgátt og á vef sveitarfélagsins, www.mulathing.is.
Athugasemdir þurfa að berast í Skipulagsgátt eigi síðar en 25. janúar 2024.