Mál í kynningu


6.7.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna efnistökusvæðis á Bíldsárskarði

Athugasemdafrestur er til 17. ágúst 2020

  • Náma, Bíldsarskard

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna efnistökusvæðis á Bíldsárskarði.

Tillagan er til sýnis á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, á vef sveitarfélagsins www.esveit.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á netfangið sbe@sbe.is eða í bréfpósti stílað á skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri eigi síðar en 17. ágúst 2020.