Mál í kynningu


18.3.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna hótels og tjaldsvæðis að Iðunnarstöðum

Athugasemdafrestur er til 23. apríl 2019

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Iðunnarstaða, breyta á 4,2 ha landbúnaðarsvæði í 1,6 ha svæði fyrir verslun og þjónustu (hótel S10) og 2,6 ha opið svæði til sérstakra nota (tjaldsvæði O54).

Tillagan liggur fram í Ráðhúsi Borgarbyggðar, á vef sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til Ráðhúss Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl n.k.

Bent er á að haldið verður opið hús um tillöguna í Ráðhúsinu miðvikudaginn 20. mars n.k. milli kl. 17-18.