Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030, Krossdalur í Kelduhverfi
Tillögur að breytingu aðalskipulags Norðurþings og deiliskipulagi að Krossdal í Kelduhverfi.
Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslum.
Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030, breytt landnotkun á svæði við Krossdal í Kelduhverfi.
Skipulagsbreytingin felst í að skilgreindur er nýr verslunar- og þjónustureitur (V8), þar sem fyrir er landbúnaðarsvæði. Ætlunin er að reisa á reitnum lágreistar byggingar til gistisölu og jafnframt skilgreina tjaldsvæði með tilheyrandi þjónustubyggingu. Aðkoma að svæðinu er um fyrirliggjandi veg frá norðausturvegi. Skipulagstillagan er sett fram á einu blaði A3 þar sem fyrirhuguð breyting er sýnd í samanburði við gildandi skipulag (mkv. 1:10.000) auk greinargerðar skipulagsins. Stutt umhverfisskýrsla er innifalin í greinargerð.
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu ásamt deiliskipulagstillögu verða til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 6. mars 2014 til 17. apríl 2014. Enn fremur verður hægt að skoða skipulagstillögunar á heimasíðu Norðurþings www.nordurthing.is
Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með 17. apríl 2014. Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast þeim samþykkir.
Húsavík 3. mars 2014
Gaukur Hjartarson
skipulags- og byggingarfulltrúi
Hér má nálgast auglýsta tillögu
Hér má nálgast tillögu að deiliskipulagi