Mál í kynningu


11.4.2011

Auglýsing um tillögu að nýju Aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030

Auglýst er tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan er auglýst með vísan til 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla munu liggja frammi til kynningar á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62 í Grindavík, frá 9. apríl 2011 til 23. maí 2011. Enn fremur eru tillögurnar til sýnis hjá Skipulagstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skilað á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, merkt „Endurskoðun aðalskipulags 2011“ fyrir 23. maí 2011. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.


Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.