Mál í kynningu


15.7.2010

Þorlákshafnarlínur 2 og 3, Sveitarfélagið Ölfus

Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar

Kynningartími stendur frá 15. júlí til 27. ágúst 2010

 

Landsnet hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Þorlákshafnarlínur 2 og 3 í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 15. júlí til 27. ágúst 2010 á eftirtöldum stöðum: Skipulagsstofnun, Þjóðarbókhlöðunni, bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss og Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn.

Frummatsskýrsluna má skoða hér.

Framkvæmdin verður kynnt á opnu húsi í ráðhúsi sveitarfélagsins Ölfuss í Þorlákshöfn, Hafnarbergi 1, þann 5. ágúst á milli 16:00 og 20:00

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 27. ágúst 2010 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.