Mál í kynningu


28.1.2015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps, nýtt efnistökusvæði, Hrosshóll í landi Syðri-Reykja

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur auglýst tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem gert er ráð fyrir nýju efnistökusvæði, Hrosshóll, syðst í landi Syðri-Reykja. Aðkoma að námunni verður frá Reykjavegi um veg meðfram suðurmörkum jarðarinnar. Náman mun ná yfir allt að 49 þúsund rúmmetra svæði og mun efnismagn vera allt að 149 þúsund rúmmetrar.

Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16.  Athugasemdir og ábendingar við tillöguna þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 20. febrúar 2015.

Hægt er að nálgast tillöguna hér.

http://sbf.endor.is/wp-content/uploads/2015/01/6.pdf