Mál í kynningu


2.10.2014

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Garðs 2013-2030

Bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Garðs 2013-2030 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Garðs mótar stefnu um landnotkun í sveitarfélaginu og reglur fyrir margvíslega málaflokka, s.s. þróun íbúðabyggðar, afmörkun nýrra atvinnusvæða, samgöngur, legu raflína, menningar- og náttúruvernd og óbyggð svæði.

Tillaga að aðalskipulagi, ásamt umhverfisskýrslu og svörum við ábendingum sem komu fram á vinnslustigi verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins (http://www.svgardur.is/) frá og með 2. október 2014. Skipulagstillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofum, Sunnubraut 4, 250 Garði, og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Ábendingar og athugasemdir við aðalskipulagstillögu skal senda til bæjarstjóra á netfangið magnusstefansson@svgardur.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar Aðalskipulag Garðs á póstfangið, Sveitarfélagið Garður, Sunnubraut 4, 250 Garði. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til mánudagsins 17. nóvember 2014. Bæjarstjórn vonast til þess að sem flestir kynni sér þá stefnumörkun um landnotkun sem unnin hefur verið og þær áherslur og aðgerðir sem talið er nauðsynlegt að ráðast í á næstu árum til að ná settum markmiðum. Við gildistöku aðalskipulagsins fellur úr gildi Aðalskipulag Garðs 1998-2018, sem staðfest var 19. október 1998.

 

Magnús Stefánsson bæjarstjóri.