Mál í kynningu


24.7.2024

Metanólframleiðsla í Auðlindagarðinum á Reykjanesi

Mat á umhverfisáhrifum - kynning matsáætlunar

Umsagnarfrestur um matsáætlun er til og með 22. ágúst 2024

SWISS GREEN GAS INTERNATIONAL (SGGI) hyggst framleiða metanól á lóð sem er innan Auðlindagarðsins við Reykjanesvirkjun. Fyrirhuguð framkvæmd er við hlið fyrirhugaðrar vetnis- og metanframleiðslu á sama svæði.

Kynning matsáætlunar fyrir verkefnið stendur yfir. Öllum er frjálst að skila inn umsögn um matsáætlun.

Matsáætlun er aðgengileg hér í Skipulagsgátt þar skal umsögnum skilað. Umsagnarfrestur er til og með 22. ágúst 2024.