Mál í kynningu


9.12.2022

Fiskeldi Geo Salmo í Ölfusi, allt að 24.000 tonn

Mat á umhverfisáhrifum - kynning umhverfismatsskýrslu

Kynningartími stendur til 24. janúar 2023

Geo Salmo hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu um allt að 24.000 tonna fiskeldi á landi í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar.

Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hér.

Viðaukar við umhverfismatsskýrsluna eru hér.

Skýrslan liggur frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b. 105 Reykjavík, frá 13. desember 2022 til 24. janúar 2023.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 24. janúar 2023 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is

Vakin er athygli á kynningarfundi í Versölum, ráðhúsi Ölfuss sem haldinn verður miðvikudaginn 14. desember kl. 18. Geo Salmo stendur fyrir fundinum og kynnir áform sín ásamt umhverfismatinu.