Færsla Hringvegar um Mýrdal
Umhverfismat - matsáætlun í kynningu
Umsagnarfrestur er til 27. janúar 2022
Vegagerðin hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats á færslu Hringvegar um Mýrdal. Vegagerðin hefur jafnframt útbúið vefsjá fyrir umhverfismatið. Slóðin á hana er: Hringvegur um Mýrdal (vik-hringvegur.netlify.app)
Allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn.
Matsáætlunina má finna á eftirfarandi slóð:
- Matsáætlun fyrir færslu Hringvegar um Mýrdal
- Viðauki A. Viðbrögð Vegagerðarinnar við umsögnum og athugasemdum við drög að matsáætlun
- Viðauki B. Umsagnir og athugasemdir við drög að matsáætlun
- Viðauki C. Skoðun á valkostum
Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 27. janúar 2022 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.