Mál í kynningu


21.8.2019

Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti, Þingeyjarsveit

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

  • Einbúavirkjun

Kynningartími stendur frá 21. ágúst til 2. október 2019.

Einbúavirkjun ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.

Frummatsskýrsluna og viðauka má nálgast hér, á heimasíðu ráðgjafa hér og hjá skrifstofu Þingeyjarsveitar á Laugum, Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni.

Fjallað verður um framkvæmdina og umhverfisáhrif hennar á opnum fundi sem haldinn verður í Bárðardal seinnihluta september. Kynningarfundurinn verður auglýstur síðar.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. október 2019 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.