Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Ölfuss, Raufarhólshellir (AF1)
Skipulagsstofnun staðfesti þann 11. maí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn 30. mars 2017.
Breytingin felst í að 7 ha óbyggt svæði við Raufarhólshelli er breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF1) vegna móttöku ferðamanna í hella- og norðurljósaferðir. Jafnframt er lagfærð staðsetning vatnsbóls í Torfdal.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Auglýsing um staðfestinguna mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda innan tíðar og með því öðlast gildi.
Í kjölfarið verður hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.