Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfus, Óseyrartangi
Skipulagsstofnun staðfesti þann 22. september 2016 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn 23. júní 2016.
Í breytingunni felst stækkun svæðis fyrir verslun og þjónustu (V16) á Óseyrartanga. Með breytingunni er núverandi svæði fært nær tanganum og stækkað í 12 ha. Gert er ráð fyrir margs konar þjónustu á svæðinu m.a. veitinga- og gistiþjónustu.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.