Fréttir


13.12.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi fyrrum Seyðisfjarðar vegna Fjarðarheiðarganga, Múlaþingi

Skipulagsstofnun staðfesti, 13. desember 2023, breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn Múlaþings 14. júní 2023.

Í breytingunni felast ný jarðgöng en frá gangamunna verður vegur lagður að þéttbýlinu norðan við núverandi veg. Skilgreindar hafa verið nýjar gönguleiðir og afmarkað er nýtt efnislosunarsvæði við gangamunnann þar sem gert er ráð fyrir tímabundinni haugsetningu. Svæði sem áður var golfvöllur er skilgreint sem óbyggt svæði, afmörkun iðnaðarsvæðis breytist og brunnsvæði fyrir vatnsból er fært.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.