Fréttir


20.12.2012

Greinargerð Skipulagsstofnunar um umsagnir og athugasemdir við tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024

Í samræmi við 6. mgr. 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýsti Skipulagsstofnun  tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu 24. september 2012 og var frestur til að skila athugasemdum til 20. nóvember 2012.

 
Alls bárust 66 umsagnir og athugsemdir sem Skipulagsstofnun hefur flokkað eftir því við hvaða kafla í tillögu að landsskipulagsstefnu þær eiga og hvaða fylgirit.  Skipulagsstofnun hefur tekið saman greinargerð þar sem er að finna yfirlit yfir þá sem sendu inn umsagnir og athugasemdir, samantekt athugasemda, efnisleg svör Skipulagsstofnunar, afgreiðsla skv. 9. gr. laga nr. 105/2006 og tillögur stofnunarinnar til umhverfis- og auðlindaráðherra um breytingar á auglýstri tillögu að landsskipulagsstefnu. Þessa greinargerð er að finna á hér á heimasíðunni.

Skipulagsstofnun þakkar fyrir innsendar umsagnir og athugasemdir sem hafa styrkt samráðsferlið við mótun landsskipulagsstefnu.

Greinargerð um umsagnir og athugasemdir og afstaða Skipulagsstofnunar

Innkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024