Fréttir


  • Fyrirhuguð lagnaleið og þverun við Fossá

9.6.2016

Flúðalína 1, þverun Fossár í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Mat á umhverfisáhrifum - ákvörðun um matsskyldu

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdirnar skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að Flúðalína 1, um 500 m rafstrengur sem þverar Fossá í Skeiða- og Gnúpverjahreppi skuli ekki  háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun. Hana er einnig að finna hér.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 12. júlí 2016.